Falleg poncho sem fótboltastúlkur fá að gjöf

Erna Bergmann hönnuður og stílisti hannaði fallegt poncho sem um 1000 fótboltastelpur um allt land fá að klæðast í sumar.

Pæjumót TM í Vestmannaeyjum verður haldið dagana 12. -14. júní. Árlega koma saman um 2.000 manns á Pæjumótið í Eyjum, pæjur, þjálfarar og aðstandendur og skemmta sér saman.

tm-poncho-1

Í ár líkt og fyrri ár fá stúlkurnar veglega gjöf frá TM, í ár varð poncho fyrir valinu. Ponchoið var hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði en innblásturinn sótti hún í form fótboltans eða sexhyrningsins. Erna hefur komið víða við en ásamt því að starfa sem fatahönnuður, ritstýrði hún og sá um listræna stjórnun á fyrsta tölublaði Reykjavík Fashion Festival, stýrði vefþætti á mbl.is um tísku og íslenska hönnun og fór með yfirumsjón og tók þátt í dagsskrárgerð dægurmálaþáttarins Mónitor á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum. Í dag starfar Erna sem stílisti fyrir tískuljósmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd og kvikmyndir svo fátt sé nefnt, en auk þess er hún meistaranemi í hönnun við Listaháskóla Íslands.

tm-poncho-2

Ljósmyndirnar af ponchoinu eru unnar í samstarfi við Ernu, sem sá um stíliseringu og Írisi Dögg Einarsdóttur ljósmyndara. Pæjurnar ættu að geta hlýjað sér í nýja ponchoinu í sumar en ponchoið er tilvalið fyrir íslenska sumarið og útleiguna.

 erna-bergmann

SHARE