Fallegt raðhús í Árbænum

Þetta fallega og vel skipulagða raðhús er í Melbæ í Árbænum. Húsið er 274,5 fermetrar, þar af 22,8 fermetra bílskúr.

Eignin er mikið endurnýjuð, er á þremur hæðum og er mjög vel skipulögð. Hún er björt og hefur fengið gott viðhald seinustu ár og er búið vönduðum innréttingum. 

Sjá einnig: Glæsilegt einbýlishús í Mosfellsbæ

Forstofan er flísalögð og komið er inn í hol inn af forstofunni. Holið tengir saman eldhús, gestasalerni, stofu, vinnuherbergi og stigahol. Eldhúsið er sérlega rúmgott með flísum á gólfi.

460404b66f49b113f1bfbf2af4cc4357-large

Stofan er sérlega björt og rúmgóð en gengt er úr henni út á suðurpall og er öll fyrsta hæðin parketlögð fyrir utan eldhús, forstofu og gestasalerni.

200c719dc303c7aef44b02fc872a2541-large

 

Gengið er upp á efri hæðina perketlagðan stiga og uppi er lítið teppalagt hol sem tengir saman herbergin og baðherbergið. Hjónaherbergið er bjart og inn af því er gott fataherbergi.

57b4efff4baea7368cc1e62855ddf5b7-large

Barnaherbergin eru 3, öll eru þau í góðri stærð, parket er á gólfum að utanskildu einu herbergjanna sem er með dúk. Baðherbergið er búið sturtu, baðkari og upphengdu salerni, ljósar flísar á gólfi og upp á veggi.

1e34bfa2fd21ed2a09be81553b95ddd0-large

Í kjallara er komið niður í stórt fjölskylduherbergi strax á vinstri hönd. Þvottahúsið er mjög rúmgott. Tvær góðar geymslur eru einnig í kjallaranum.

3772efc3211832c448705f4729a57df7-large

Sjá allar myndir hér: 

Nánari upplýsingar veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á hedinn@fastborg.is

SHARE