Fann ástina þrátt fyrir veikindin – „Hann hvetur mig áfram“

Við sögðum ykkur lesendum Hún.is frá Maríu Ósk Bombardier í febrúar. Hún er með arfgenga heilablæðingu sem er mjög óalgengur sjúkdómur og hefur hingað til fengið 6 heilablæðingar og þá seinustu fékk hún í byrjun júní.
María hefur verið einstæð móðir í um það bil ár og á 5 ára dóttur sem býr núna hjá pabba sínum en nýlega eignaðist hún kærasta. Hann heitir Eggert  Thorberg Sverrisson og þau hafa verið saman frá því í mars. „Við kynntumst heima hjá bróður hans og að mínu mati var þetta ást við fyrstu sýn,“ segir María og hlær en við náðum tali af Maríu í gegnum síma, því hún er inniliggjandi á Grensás eftir seinasta heilablóðfall.

[new_line]

Hefur fengið 6 heilablæðingar

[new_line]

„Við höfum verið óaðskiljanleg síðan við byrjuðum saman,“ segir María en Eggert flutti inn til hennar fljótlega eftir fyrstu kynni og hefur varla vikið frá henni eftir að hún fékk heilablóðfallið.
„Hann er æðislegur og svo fyndinn! Ég hef hlegið meira en öll seinustu ár, síðan ég kynntist honum,“ segir María. „Hann hefur líka trú á mér og hvetur mig áfram við endurhæfinguna.“
Eggert á fyrir 3 börn, svo þau eru með stóra fjölskyldu.  Móðir Maríu lést, úr arfgengu heilablæðingunni aðeins 32 ára gömul og systir Maríu lést líka úr þessum sjúkdómi. Það eru 50% líkur á að þú fáir sjúkdóminn ef foreldri þitt er með hann og hann erfist bæði í karllegg og kvenlegg. María fæddist með sjúkdóminn, en vissi ekki að að hún væri með hann fyrr en hún varð 17 ára.

[new_line]

„Hann hefur trú á mér“

[new_line]

Enn fara fram rannsóknir á sjúkdómnum en þær eru kostnaðarsamar og taka tíma en María vonast að sjálfsögðu eftir því að lækning finnist á sjúkdómnum.
SHARE