Fannst Alicia Keys sýna lítilsvirðingu

Alicia Keys söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir seinasta leikinn í Super Bowl og gerði það af sinni alkunnu snilld.

Það þurfti samt einn af framleiðendunum fyrir sjónvarpið að setja út á þetta og fannst Alicia vera að sýna þjóðsöngnum lítilsvirðingu. Ekki af því að hún væri fölsk eða laglaus eða neitt þannig, heldur af því hún sat við píanóið! Hann sagði þetta:

„Þetta var lítilvirðandi. Þau höfðu nógan tíma og mannskap til að undirbúa þetta og hún hefði vel getað staðið við píanó eða hljómborð meðan hún söng. Fyrir mér og mörgum vinum mínum þá hljómaði hún vel en það var eitthvað rangt við það að sjá hana sitja og syngja þjóðsönginn.“

Fjölmiðlafulltrúi Alicia svaraði þessu:

„Alicia er stoltur Ameríkani og fannst það mikill heiður að fá að koma fram við þetta tækifæri. Hún gerði sjálf þessa hægu útfærslu af þjóðsöngnum og það er bara kjánalegt að segja að hún hafi sýnt þessu lítilsvirðingu.“

Hér er myndband af henni flytja þjóðsönginn og fyrir mína parta finnst mér þetta mjög flott hjá henni.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”HAnL2tztKQ4″]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here