Fékk sér stall og sá strax eftir því – Ágústa Eva í Yfirheyrslunni

Ágústa Eva Erlendsdóttir stimplaði sig inn hjá Íslendingum þegar hún kom fyrst fram sem Silvía Nótt í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt. Hún varð svo fljótlega vinsæl og var hún meira að segja kosin til að fara út, fyrir hönd Íslands í Evróvisjón.

Ágústa hefur sagt skilið við karakterinn en hefur verið að leika síðan, auk þess sem hún hefur líka verið að syngja. Um þessar mundir leikur hún í Óvitunum í Þjóðleikhúsinu en leiksýningin hefur verið feikna vinsæl.

Ágústa Eva er í Yfirheyrslunni í dag.

 

Fullt nafn: ÁGÚSTA Eva Erlendsdóttir

Aldur: 30

Hjúskaparstaða: í sambúð

Atvinna: leik og söngkona

Hver var fyrsta atvinna þín? passa börn

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég var eitt stórt tískuslys frá því að ég byrjaði að geta klætt mig sjálf í föt! Með girt ofaní buxurnar.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ég var örugglega í taugaáfalli eftir að ég fékk mér stall þegar ég var 9 ára. Ætlaði að vera eins og Idolið mitt, Sigga Beinteins í Stjórninni, klippikonan vissi ekki alveg hvernig hún var. En mér var nokk sama eftir smá tíma.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég man það ekki, finnst eins og annað hvert móment í mínu lífi sé misskilið og vandræðalegt, en ég hlæ að þeim eftir á með vinum minum.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Sundfötunum í heitasta heitapottinum.

Hefurðu komplexa? nje ég get ekki sagt það.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Erlen (8 ára) sem ég er að vinna með kemur með gullkorn á hverjum degi í vinnunni (Óvitum í Þjóðleikhúsinu) er ekki frá því að hún sé nýja átrúnaðargoðið mitt.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook og gmail.

Seinasta sms sem þú fékkst? Ég fékk „Ok“ frá Daníel frænda mínum.

Hundur eða köttur? Hundar, af því að litli strákurinn minn elskar hunda meira en allt í lífinu!

Ertu ástfangin?

Hefurðu brotið lög? Innbrot, stuldur, umferðalagabrot af öllu tagi, líkamsárás, vopnað rán, gíslataka, morð.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já, ég grét í brúðkaupi hjá Evu vinkonu minni síðasta sumar í Hveragerði, ég var í bullinu, enda einhver alfallegasti dagur sem ég hef lifið.

Hefurðu stolið einhverju? Þetta yrði nú langt viðtal ef ég færi að útlista því en það dýrmætasta sem ég hef stolið eru persónueinkenni, atburðarás og fleygar setningar fyrir persónur sem ég hef „búið til“ og leikið. Örugglega mest fyrir Silvíu Nótt.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Ekki flytja til London! Af því að það er ömurlegur staður til að búa á, ALLT týnda og skemmda fólkið í heiminum fer þangað og þetta er eins og mennskt holræsi að búa í.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég hef aldrei séð mig fyrir mér á neinn hátt í framtíðinni og erfitt að byrja á því núna, njóta lífsins núna.

SHARE