Festi heimafæðingu kærustu sinnar á filmu

Ljósmyndarinn Gustavo Gomess tók þessa stórkostlegu myndaseríu af kærustunni sinni þar sem hún er að koma barni þeirra í heiminn, en þau eru búsett í Brasilíu.

Pricila vildi eiga barnið þeirra heima og tók það hana um 20 klukkustundir að koma barninu i heiminn.
 „Fyrir utan að vera okkar persónulega saga, þá vonumst við til þess að myndirnar veki fólk til umhugsunar um náttúrlegar fæðingar og fæðingar í heimahúsi í Brasilíu,“ segir Gustavo.

„Hér á landi er stærsta hlutfall kvenna sem fara í keisaraskurð í heiminum, eða um 50% kvenna á almennum spítölum. Á einkareknum spítölum er talan mun hærri eða um 87% og það þarf ekki að vera nein læknisfræðileg ástæða fyrir því heldur þykir þetta bara fljótlegra heldur en venjuleg fæðing,“ segir Gustavo einnig.

 

Gustavo segir að þeim hafi aldrei liðið illa eða verið hjálparvana meðan á þessu stóð.

Dóttirin fékk nafnið Violet og stefnir Gustavo á að halda áram að mynda dóttur sína svo lengi sem hún mun leyfa honum það.

 

SHARE