5 ástæður þess að eldri konur laðast að yngri mönnum

Siðmenntaðir silfurrefir eru að sjálfsögðu nær ómótstæðilegir í augum flestra kvenna; karlmenn sem kunna með rómantíkina að fara og valda eigin tilfinningum. Bregðast ekki ofsafengnir við hversdagslegum kringumstæðum og hafa til að mynda yfirsýn í eigin fjármálum.

Yngri menn geta hins vegar verið alveg rokna sexí líka …

Stundum, bara stundum, grípur ástin unglingana og Venus gamla er þekkt fyrir að fara ekki í manngreiningarálit þegar að málefnum hjartans kemur. Ef skynsemin fengi að ráða í tilfinningalífinu væru enda allar konur giftar mjúklyndum auðjöfrum sem jysu jöfnum höndum aurum til góðgerðarstarfs. Karlmenn veldu sér þá þolinmóðar, jarðbundnar og hraustar konur með sterka mjaðmagrind sem væru skapaðar til barneigna og væru stjörnur í eldhúsinu.

Kannski aðeins of sterkt til orða tekið; Ofangreint ætti enginn maður (né kona) að taka of bókstaflega, enda undirrituð þekkt fyrir að taka flugið við lyklaborðið og fabúlera út í eitt.

Þó er eitt víst og það er engin lygi; Eldri konur og yngri menn er eldfimur, háerótískur og forboðinn kokteill sem getur hleypt upp hitanum í svefnherberginu. Iðulega eru slík ævintýri sveipuð bannfærðum ljóma í byrjun, þar sem samfélag siðmenntaðra reiknar fremur með að fólk á svipuðu reiki taki saman, stofni til fjölskyldu og svo framvegis.

En af hverju velja eldri konur sér yngri menn? Hvað er svona ómótstæðilega sexí við yngri mennina sem gerir að verkum að eldri konur láta undan og sleppa af sér beislinu? Taka stökkið? Og hverju má reikna með þegar á hólminn er komið?

.

Fyrsta …

1411142734388_wps_16_We_re_currently_building_

.

Yngri menn geta verið góðir hlustendur: Kannski er það kynslóðabilið. Femínisminn. Uppeldið. Hvað veit ég? En karlmenn af síðari kynslóðum eru oft betri hlustendur en sér eldri keppinautar. Yngri karlmenn eru oft víðsýnir, enn í leit að svörum við lífsgátunni, fróðleiksþyrstir og furðanlega glöggir að átta sig á tilfinningalegum þörfum sér eldri kvenna.

.

Önnur …

screenshot-media-cache-ec0.pinimg.com 2014-12-10 21-25-34

.

Yngri menn búa oft yfir nær óþrjótandi lífsorku: Yngri maður sem heldur sér enn í formi, sinnir líkamsrækt og nýtur þess að fara í göngutúra er enn líklegur til að vera líflegur félagi í stofunni. Karlmaður sem er í góðu líkamlegu formi hefur væntanlega líka gaman að eldhúsævintýrum, er líklegur til að smella á sig svuntu og reiða fram kvöldverð á laugardegi – aleinn og óstuddur.

.

Þriðja …

screenshot-i.telegraph.co.uk 2014-12-10 21-20-31

.

Yngri menn eru fullir atorku í svefnherberginu: Rólegur, stóðfoli! Karlmenn kunna að standa á hátindi kynorkunnar um tvítugt, en þegar vísað er til yngri manna er þó verið að ræða hér um karlmenn sem eru komnir yfir 25 ára aldursmarkið. Yngri karlmenn leitast oftar eftir viðurkenningu í svefnherberginu, sem gerir þá marga að áhugaverðum rúmfélögum og lifandi í framkomu.

.

Fjórða …

10802514_781327505280452_1860630049_n

.

Yngri karlmenn hafa meira úthald með börnum: Eins og eldri karlmenn geta verið ljúfir og indælir. Þá eru þeir einfaldlega margir hverjir búnir með uppeldisárin, snýturnar og bleyjuskiptin. Sé konan á sama róli sjálf, er yngri maður sennilega ekki vænlegur elskhugi. En fyrir konu sem er enn að ala upp eigin börn, veður upp að ökklum í uppeldisskyldum og þarf að vakna fyrir allar aldir á hverjum degi til að smyrja nesti og klæða börn fyrir skóla, er yngri elskhugi oft tilvalinn félagi. Yngri menn eru enn í fjölskylduhugleiðingum og hafa nægan tíma aflögu fyrir börn og buru.

.

Fimmta …

screenshot-www.homorazzi.com 2014-12-10 21-32-28

.

Yngri menn eru oft sjálfstæðari í hugsun og gjörðum: Karlmenn af síðari kynslóðum – já, þeir sem yngri eru – ólust velflestir upp við útivinnandi mæður og lærðu snemma að bjarga sér á heimilinu. Setja í þvottavélar, snara í kvöldmat þegar svo bar við, koma sér hjálparlaust heim eftir skóla sem börn og svo framvegis. Sem svo aftur gerir að verkum að yngri karlmenn koma útbúnir hálfgerðri handbók út í lífið; þeir kunna tökin á heimilisverkunum þó þeir vilji sjaldnast viðurkenna það sjálfir.

 Tengdar greinar:

Af hverju er „MILF“ fantasían svona vinsæl?

DILFS of Disneyland: Húsmæðraklám á heimsmælikvarða

Þá og nú: Svona var að vera Playboy Leikfélagi á árum áður

SHARE