Maik Zehrfeld er bloggari og starfar við það eingöngu. Hann býr í Berlín og hefur verið að búa til sitt eigið efni í 14 ár á síðunni LangweileDich.net.

„Upphaflega var hugmyndin sú að ég myndi gefa út mitt eigið þrautatímarit, en það komst aldrei í framkvæmd. Þá breyttist hugmyndin í að það væri sniðugt að gera svona myndaseríu með þrautum sem mér fundust skemmtilegar þegar ég var lítill (og finnst enn). Ég hef verið að birta myndir frá byrjun þessa árs og þemað hverju sinni valið út frá því sem er að gerast í kringum mig eins og frumsýningar á þáttum, hátíðardagar, fréttir og fleira.“

Mjög skemmtilegt hjá honum. Finnið þið villurnar?

Smellið á fyrstu myndina til að fletta:

Heimildir: Bored Panda

SHARE