Fiskarnir i sumar: “Elska með öllum sínum skilningarvitum”

Þegar Fiskurinn verður ástfanginn á annað borð er engu líkara en veröldin taki á sig rósrauðan bjarma; Fiskurinn elskar með öllum skilningarvitum og hverfur inn í sína veröld. Í augum þeirra sem fæddir eru í Fiskamerkinu er ástin og kynlífið það eitt og sama. Kynlíf og losti getur verið fagur draumur og fjölbreytileg fantasía sem Fiskurinn vill renna saman við og sameinast með maka sínum; allt í þeim tilgangi að verða eitt. Fiskurinn er tælandi og rómantískur að eðlisfari og landamæralaus, allt á sömu stundu. Það er nær ógerlegt fyrir Fiskinn að greina mörkin á milli sjálfs síns og þess sem hann elskar. Því verður Fiskurinn svo oft fyrir óhjákvæmilegum vonbrigðum þegar kaldur veruleikinn sviptir tálsýnum hans á brott.

Staða Satúrnusar í Sporðdreka er afar hagstæð fyrir lofaða Fiska, sem geta ef vel er á spilum haldið, nýtt dýptina til að auka enn á innileika í einkalífinu og jafnvel leggja grunn að hjónabandi, barneignum og ef ekki hefur verið lengra haldið; innilegri sambúð með tilvonandi maka.

Fiskurinn fellur umsvifalaust fyrir ástinni þegar hún knýr að dyrum, gefur hverja frumu í tilhugalífið og lifir ljúfsáru innra lífi sem oft einkennist af “…. ef aðeins” draumsýnum sem snúast um hvað getur orðið og hversu fullkomin ástarævintýrin geta orðið. Fiskurinn afber ekki að særa tilfinningar ástvina sinna, sér í lagi ef Fiskurinn ber sterkar tilfinningar í brjósti sjálfur.

Einhleypir og fyllilega frjálsir Fiskar upplifa orku Satúrnusar á aðra vegu og gætu allt eins dregist skyndilega að sér eldri einstakling, einhverjum sem hefur dýpri þroska og skilningi á lífinu en meðalmaðurinn skynjar að öllu jöfnu. 

Staða Satúrnusar í Sporðdreka er afar hagstæð fyrir lofaða Fiska, sem geta ef vel er á spilum haldið, nýtt dýptina til að auka enn á innileika í einkalífinu og jafnvel leggja grunn að hjónabandi, barneignum og ef ekki hefur verið lengra haldið; innilegri sambúð með tilvonandi maka. Einhleypir og fyllilega frjálsir Fiskar upplifa orku Satúrnusar á aðra vegu og gætu allt eins dregist skyndilega að sér eldri einstakling, einhverjum sem hefur dýpri þroska og skilning á lífinu en meðalmaðurinn. Sumarið felur í sér uppbyggilega orku fyrir þá sem fæddir eru í merki Fiska á sviði einkalífsins og þá fer fyrst að draga til raunverulegra tíðinda um miðjan júlímánuð á sviði einkalífs og ástar.

Sumarið felur í sér uppbyggilega orku fyrir þá sem fæddir eru í merki Fiska á sviði einkalífsins og þá fer fyrst að draga til raunverulegra tíðinda um miðjan júlímánuð á sviði einkalífs og ástar.

Harðfylgni, síbreytilegi og duglegi Fiskur, þú mátt reikna með ærlegri uppskeru með hækkandi sól eftir að hafa lagt allt í sölurnar á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Stöðuhækkun, undirritun nýrra samninga, viðurkenning á unnum störfum og upphaf nýrra viðskiptatengsla sem munu vara lengur en Fiskurinn þorði að reikna með, geta skotið upp kollinum á komandi sumri. Fiskurinn á glæst sumar í vændum á hagnýtum sviðum lífsins og ætti að klappa sér duglega á öxlina fyrir vel unnin störf á undanförnum mánuðum.

Stöðuhækkun, undirritun nýrra samninga, viðurkenning á unnum störfum og upphaf nýrra viðskiptatengsla sem munu vara lengur en Fiskurinn þorði að reikna með, geta skotið upp kollinum á komandi sumri.

Ekkert er tilviljunum háð í lífinu, kæri Fiskur. Þú verðskuldar hamingjuna og lífsfyllingin sem umvefur líf þitt yfir bjartasta tíma ársins er viðurkenning á þeim dugnaði sem þú hefur lagt á þig til að ná langþráðum markmiðum þínum. Horfðu björtum augum fram á veginn og mundu að klappa þér duglega á öxlina, kæri Fiskur. Þú hefur hlúð vel að eigin velferð og átt fyllilega skilið að teygja úr fótunum, teygja þig eftir köldum svaladrykk og njóta augnabliksins. Njóttu vel.

Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here