Fiskibollur

Þetta eru þessar gömlu, góðu íslensku fiskibollur. Þær koma frá Café Sigrún

 

Fiskibollur

Gerir 12-15 bollur

Innihald

 • Fjórðungur laukur, afhýddur og saxaður gróft
 • Fjórðungur blaðlaukur, saxaður gróft (má nota lauk í staðinn)
 • 1 hvítlauksrif, afhýtt og saxað gróft
 • 450 g hvítur fiskur t.d. ýsa (ef frosinn, afþíðið þá)
 • 0,5 tsk ferskt engifer, saxað smátt (má sleppa)
 • 1 egg
 • 50 ml léttmjólk
 • 1 tsk kókosolía
 • 3 msk kartöflumjöl (eða spelti ef þið þolið glútein)
 • 1 tsk pipar
 • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt

Aðferð

 • Ef fiskurinn er frosinn þarf að afþýða hann og láta vatnið renna af.
 • Afhýðið lauk, hvítlauk og engifer og saxið gróft.
 • Saxið blaðlaukinn gróft.
 • Roðflettið og beinhreinsið fiskinn og skerið gróft.
 • Setjið laukinn, hvítlaukinn, engiferið og blaðlaukinn í matvinnsluvélina og blandið í 10 sekúndur.
 • Setjið fiskinn og eggið út í og maukið ágætlega (þannig að hann losni vel í sundur).
 • Bætið kartöflumjölinu, saltinu og piparnum saman við og blandið í nokkrar sekúndur eða þannig að úr verði eins konar deig.
 • Bætið mjólkinni saman við eins og þurfa þykir, deigið ætti ekki að vera of blautt.
 • Bætið kókosolíunni út í.
 • Setjið allt í stóra skál og hrærið vel.
 • Mótið bollur með matskeið (gott að vera í plasthönskum og dýfa skeiðinni í vatn inn á milli).
 • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
 • Raðið bollunum á plötuna.
 • Bakað í ofni við 180° C í um 15-20 mínútur.
 • Snúið við og bakið í 10-15 mínútur.

Smellið endilega like-i á Café Sigrún á Facebook

cs_logo

SHARE