Fiskréttur með karrý og kókos – Uppskrift

Hollur og góður fiskréttur, með mildum keim af karrý sem tónar vel við kókosbragðið. Rétturinn ætti ekki að taka meira en 40 mín. í undirbúningi og eldun.

Aðferð
Smyrjið eldfast fat með olíunni. Roð og beinhreinsið fiskinn, skerið í bita og raðið í fatið, dreypið sítrónusafa yfir fiskinn. Kryddið með salti og pipar. Grænmetið saxað fremur gróft og stráð yfir fiskinn. Hrærið karrýduftinu í kókosmjólkina og hellið yfir fatið. Rífið vel af góðum osti yfir og að síðustu er kókosmjöli stráð yfir ostinn. Bakið í ofni við 180° hita í u.þ.b. 30 mín. Berið fram með hrísgrjónum, og jógúrtsalati sem frískar vel upp á bragðið.

Innihald
1 kg. Fiskflök
1 stk. Rauðlaukur
3-4 stk. Gulrætur
1 stk. Paprika rauð
6-8 stk. Sveppir
½ ds. Kókosmjólk
½ stk. Sítróna
2 msk. Kókosmjöl
1½ tsk. Karrý
Salt og pipar
Ostur
Ólífuolía

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here