Fiskur með kókoschutney – Uppskrift

Fiskur með kókoschutney

500 gr ýsa
Olía
20 gr smjör
200 gr kókosmjöl
200 gr rúsínur
½ búnt mynta
½ búnt kóríander
2 límónur
2 sítrónur
2 hvítlauksgeirar
45 gr kúmen
12 heilar kardemommur
1 matskeið harissa
½ dl eplaedikk
4-6 msk ólífuolía
Salt og pipar

Sósa:
3 dl hreint jógúrt
2 msk tahin
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar

Best er að byrja á kókoschutney-inu:
Ristið kúmenið á pönnu í smá stund og takið pönnuna af hitanum og hellið kúmeninu í stóra skál ásamt kókosmjöli og rúsínum. Saxið myntu og kóríander og hellið útí. Merjið hvítlaukinn og komið honum útí blönduna. Ristið kardemommurnar á pönnu þar til þær eru brúnar og stökkar. Takið þær af pönnunni og merjið þær, notið aðeins innsta kjarnan og hendið afgangnum. Setjið kjarnana í kókosmjölið.
Rífið börkinn af lime -inu og sítrónunum og setjið hann útí. Hellið harissa, eplaediki og ólífuolíu í og hrærið vel. Kryddið vel með salti og pipar.

Sósa:
Blandið jógúrti, tahin og sítrónusafa saman. Kryddið með salti og pipar.

Fiskur:
Skerið fiskinn í væna bita og kryddið með salti og pipar. Steikið fiskinn í blöndu og olíu og smjöri, þar til hann er gullinn. Berið fram með kókoschutneyinu og tahinsósunni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here