Þessi dásamlegi fiskur er frá Café Sigrún en hún er með stórkostlegt safn girnilegra uppskrifta á síðu sinni.
- 175 g kirsuberjatómatar skornir í helminga
- 1 hvítlauksrif, saxað smátt
- 450 g ýsa (bein- og roðlaus)
- 25 g kartöflumjöl eða spelti
- 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
- Smá klípa svartur pipar
- 1 tsk kókosolía
- 2 msk rautt, thailenskt karrímauk
- 1 msk fiskisósa (Nam Plah)
- 250 ml léttmjólk eða undanrenna
- 2 msk kókosflögur
- 20 fersk basil blöð, skorin í ræmur eða rifin
Aðferð
- Afhýðið hvítlaukinn og saxið smátt.
- Skerið kirsuberjatómatana í helminga.
- Skerið fiskinn í meðalstóra bita (ég miða við 4 bita á hvert flak eða svo).
- Setjið kartöflumjölið í skál og kryddið með salti og pipar. Veltið bitunum í mjölinu og þekið vel.
- Hitið kókosolíu á stórri pönnu. Setjið fiskinn á pönnuna og hitið í 3-4 mínútur. Ef vantar meiri vökva á pönnuna notið þá vatn.
- Blandið saman hvítlauk, karrímauki, fiskisósu og mjólk.
- Hellið blöndunni yfir fiskinn og hitið að suðu.
- Bætið tómötunum við og látið krauma í 5 mínútur (gætið þess að ofhita ekki því þá fara steinarnir að leka út úr tómötunum).
- Dreifið basil blöðunum yfir og kókosflögunum yfir og hrærið varlega svo að fiskurinn fari ekki í sundur.
Gott að hafa í huga
- Gott er að hafa grjón með þessum mat og þá helst hýðishrísgrjón. Einnig er gott að nota bygg.
- Nota má annan fisk en ýsu, t.d. má nota þorsk, steinbít eða lúðu.
- Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
- Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
- Nota má hrísmjólk, möndlumjólk, sojamjólk eða haframjólk í staðinn fyrir léttmjólk.
- Rautt karrímauk (thailenskt) er hægt að fá í flestum heilsubúðum sem og stærri matvöruverslunum. Gætið þess bara að sé ekki msg (monosodium glutamate, E-600 efni eða sykur í innihaldinu. Kaupið helst lífrænt framleitt mauk. Athugið að þau geta verið afar bragðsterk og geta innihaldið rækjumauk. Ef þið eruð jurtaætur (enska: vegan) eða með ofnæmi fyrir sjávarafurðum þurið þið að lesa innihaldið vel.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.