Fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir alla

Pole Sport heilsurækt er lítil og persónuleg líkamsræktarstöð sem býður upp á öðruvísi líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri. Eftirsóttustu námskeiðin eru á súlu og lyru, auk þess sem hægt að sækja námskeið í hammock, en það svipar til sirkusæfinga í silkiborðum. Öll námskeið eru kennd 6 vikur í senn og boðið er uppá mikið úrval af tímum, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna.

10807_10204491729325484_6518071890654092237_n

Pole Sport er að hefja sitt 5. starfsár, en stöðin er sú elsta og reyndasta í bransanum. Hjá stöðinni starfa einkaþjálfarar, sem og þjálfarar sem lokið hafa kennsluréttindum í Pole Fitness, Lyra (aerial hoop), Zumba, Jóga og Fit Pilates. 

10658536_963334067017472_4632937509217075218_o

Bæði nemendur og þjálfarar hjá Pole Sport hafa náð góðum árangri á keppnum erlendis, en stöðin sendi frá sér sjö fulltrúa á stórmót nú í vetur. Frábær árangur á Evrópumóti skilaði inn bronsverðlaunum í kvennaflokki og silfurverðlaunum í unglingaflokki, sem er besti árangur sem íslendingar hafa náð erlendis.

10334327_976055002412045_2536082525579351776_n

Æfingaaðstaðan í Pole Sport er til fyrirmyndar, búningsklefar eru góðir með nýjum sturtuklefum og glæsilegur æfingafatnaður er til sölu í afgreiðslunni.   

10403784_968326339851578_2873854990561647605_o

Pole Sport leggur mikinn metnað í persónulega þjónustu og heimilislega stemmingu.

Á heimasíðunni www.polesport.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um námskeið og margt fleira.

SHARE