Fjölskylda kærustu Rebel ekki hlynnt sambandi þeirra

Leikkonan Rebel Wilson (42) segir að fjölskylda kærustu hennar, Ramona Agruma, sé ekki ánægð með ástarsamband kvennanna. Þær sögðu fyrst frá sambandi sínu í júní árið 2022 og sagði Rebel í viðtali við Life Uncut podcast: „Öll mín fjölskylda hefur verið alveg æðisleg en fjölskylda Ramona hefur ekki verið sátt við þetta, á svo marga vegu. Það hefur þess vegna verið erfiðara fyrir hana að gera samband okkar opinbert.“

Rebel segir líka að það sé mjög dapurlegt að horfa upp á hvernig þetta hefur farið með fjölskylduna þeirra og segist vona að fólkið hennar komist yfir þetta og breyti viðhorfi sínu til sambands þeirra.

Í nóvember eignaðist Rebel sitt fyrsta barn en staðgöngumóðir gekk með barnið fyrir hana. en Ramona og Rebel hafa orðið enn nánari eftir komu stúlkubarnsins sem fékk nafnið Royce.

SHARE