Fléttar dóttur sína á framandi hátt

Shelley Gifford hefur elskað fléttur frá því hún man eftir sér. Dóttir hennar, Grace, hefur heldur betur fengið að njóta góðs af því og mætir oftar en ekki með mjög flottar og framandi fléttur í skólann.

02-pretty-little-braids

Shelley hefur prófað allskonar fléttur í hárið á Grace og stundum hefur það tekið 15- 20 mínútur fyrir skóla að klára meistaraverkið.

Grace er mjög þolinmóð enda hefur hún alltaf verið í þessu hlutverki með mömmu sinni. Hún horfir stundum bara á sjónvarpið meðan mamma hennar fléttar.

Grace fær mikla athygli í skólanum vegna fléttanna

Fólk stoppar Grace meira að segja úti á götu til að hrósa henni fyrir flétturnar

 

SHARE