Flóamarkaður á sunnudögum fram að jólum – Til styrktar Konukoti

E-Rotary klúbburinn á Íslandi stendur fyrir flóamarkaði til styrktar Konukoti, en Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konu sem er samstarfsverkefni Rauða Krossins og Reykjavíkurborgar. Flóamarkaðurinn verður haldinn á sunnudögum fram að jólum.

Föt, skór, skart, töskur, handverk, og margt fleira tilvalið í jólapakkann. Jólagjafir handa henni, honum og litlum líka.
Komið og gerið góð kaup og styðjið starfsemi næturathvarfsins.

Kósíhorn, barnahorn og heitt á könnunni.

SHARE