Fólk gagngrýnir Megan Fox fyrir bikini-línuna

Megan Fox (36) kann heldur betur að svara fyrir sig og sýndi það svo sannarlega á dögunum. Megan birti mynd af sér með unnusta sínum, Machine Gun Kelly, á Instagram þar sem þau eru klædd eins og karakterar úr tölvuleiknum The Legend of Zelda.

Fjölmargir hafa líkað við myndina en svo hafa nokkrir þurft að láta ljós sitt skína og gagnrýna að hún hafi ekki snyrt á sér bikini-línuna.

Ein manneskja skrifaði: „Er ég sú eina sem er að sjá „brúskinn“ á Megan Fox?“

Önnur skrifaði: „Þarf ég að fara að safna í brúsk af því Megan Fox er með svoleiðis?“

Sem betur fer skrifuðu aðrir eitthvað stjörnunni til varnar, eins og: „Það er virkilega sláandi að sjá hversu margir eru að segja út á útlit hennar.“

En svo gat Megan ekki annað en svarað fyrir sig þegar einn aðili skrifaði: „Hún á alla peninga í heiminum og hún getur ekki keypt sér rakvél. Hún er farin út af „listanum“ mínum“. Hvað sem það nú þýðir.

Megan svaraði: „Ertu að tala um húðflúrið mitt eða?“ og bætir við: „Allavega, þá er ég miður mín að hafa dottið út af listanum þínum. Ég var að vona að þú yrðir konan mín.“

Húðflúrið sem um ræðir er nafnið að á fyrrum eiginmanni Megan, Brian Austin Green, sem er á nárasvæði Megan. Hún hefur verið að vinna í því að láta fjarlægja flúrið sem vissulega tekur tíma.

SHARE