Fólk ósátt við að Evan Peters hafi fengið Golden Globe verðlaun

Evan Peter (35) fékk Golden Globe verðlaun fyrir að leika hinn alræmda raðmorðingja Jeffrey Dahmer. Netflix gaf út seríu um Jeffrey og ódæðin sem hann framdi á árunum 1978 til 1991. Evan hlaut mikið lof fyrir leik sinn í þáttaröðinni, sem bar heitið: Monster: The Jeffrey Dahmer Story. Margir gengu jafnvel svo langt að kalla Evan einn hæfileikaríkasta leikara okkar tíma.

Það eru hins vegar ekki allir sáttir við að Evan hafi hlotið þessi verðlaun, því það sé alls ekki viðeigandi að veita verðlaun fyrir að leika skrímslið sem Jeffrey Dahmer var.

Evan þakkaði öllum fyrir sem að framleiðslunni komu, fjölskyldu sinni og vinum sem hjálpuðu honum í gegnum þetta krefjandi hlutverk og að lokum þakkaði hann öllum sem höfðu horft á þáttinn. Fljótlega eftir þetta fór fólk á fullt á samfélagsmiðlum og gagnrýndi meðal annars að hann hafi ekki nefnt aðstandendur fórnarlamba Jeffrey í þakkarræðunni sinni. Aðrir hafa komið Evan til varnar og hafa sagt að hann hafi verið að leika hlutverk og starfi sem leikari og hafi gert það vel.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here