Föndur sem tekur 5 mínútur

Þetta föndur er ótrúlega fljótleg, og það eina sem þú þarft er vínglas, kertadiskur, gerviblóm, sterkt lím, límbyssuna góðu og smá skraut ef þú vilt (ég notaði perlur).

 

Alltaf þegar ég er að gera eitthvað úr gleri þá byrja ég á því að þrífa það rosalega vel, ég vil t.d. ekki fingrafar inni í glasinu vegna þess að eftir að þú hefur límt það niður þá er ekki möguleiki að taka þetta í sundur (og ég veit að þetta fingrafar myndi trufla mig endalaust).

Ég límdi rósina í miðjuna á diskinum (auðvitað með límbyssunni minni). Svo tók ég nokkrar perlur og límdi á rósablöðin (það má sleppa þessu en mér fannst þetta koma svo sætt út). Ég helt svo áfram með perlunar og límdi þær á ytri brúnina á glasinu.

Svo tók ég sterka límið (ég virkilega mæli með E6000), bar það á brúnina á glasinu, tróð rósinni inn í glasið og eftir nokkra klukkutíma (E6000 er frábært lím en það tekur það alveg 24 tíma að taka sig 100%) þá átti ég þennan fallega rómantiska kertastjaka.

 

SHARE