Fór í lýtaaðerðir til að líkjast Jessicu Rabbit

Penny Brown er það mikill Jessicu Rabbit aðdáandi að hún hefur farið öfgafullar leiðir til að líkjast henni. Penny hefur gengist undir nokkrar lýtaaðgerðir til að fá stærri barm og minna mitti.

Hin ástralska Penny sækist eftir því að fá líkamsvöxt eins og stundaglas líkt og teiknimyndafígúran Jessica Rabbit hefur. Ákafi Penny við að ná markmiði sínu er svo mikill að á einungis tveimur árum hefur brjóstastærð hennar farið úr H í O brjóstarhaldarastærð.

Til að ná grennra mitti treður hún sér í lífsstykki í allt að 23 tíma á dag en mitti hennar fór frá því að vera 96 sentimetrar niður í 58 sentimetra. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma og pening í að breyta sér er Penny langt því frá hætt.

Penny-Brown

Penny-Brown-2

SHARE