Foreldrar endurgera frægar kvikmyndasenur með ungabarninu sínu – Myndir

Leon Mackie og Lilly Lang þurfa ekki margt til að skemmta sér: nokkra pappakassa og son þeirra 10 mánaða og úr verða stórskemmtilegar myndir þar sem að þau endurgera senur úr frægum kvikmyndum.

Parið flutti nýlega frá Melbourne til Sydney í Ástralíu og eftir flutningana voru þau með helling af tómum pappakössum. Þar sem þau eru miklir kvikmyndaunnendur voru þau ekki lengi að láta hugmyndaflugið reka sig í að endurgera senur úr uppáhaldskvikmyndunum sínum. Úr varð verkefni sem þau kalla “Cardboard box office” sem er orðið að vinsælu bloggi. Þau bæta við nýjum myndum reglulega, en meðal mynda sem þau hafa gert fram að þessu eru Alien (Bubbalien), Jurasic Park (Goo-Goo Gaa-Gaa-Rassic Park), Castaway (Castababy), og Jaws (“You’re Gonna Need A Bigger Baby…”)

Veist þú úr hvaða kvikmyndum þessar senur eru?

 

SHARE