Foreldrar Katy Perry ánægð með tengdasoninn

Það hafa væntanlega allir séð myndirnar af Orlando Bloom (39) þar sem hann sprangar um, allsnakinn, í sumarfríi með kærustunni sinni Katy Perry (31). Myndirnar voru teknar á Ítalíu og lögðu veraldarvefinn á hliðina.

Foreldrar Katy Perry hafa hitt Orlando og eru svakalega sátt með nýja tengdasoninn. „Þeim finnst hann vera fullkominn herramaður og samþykkja hann 100%. Þau hafa aldrei séð dóttur sína svona hamingjusama og það er það eina sem skiptir máli. Þau segja að það sé ekki þeirra mál hvort hann kjósi að vera nakinn í sumarfríi sínu og þetta breyti engu um þeirra álit á honum,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

Sjá einnig: Eru Orlando Bloom og Katy Perry trúlofuð?

Þó Katy hafi ekki verið nakin líka í þessu fríi líka, var henni alveg sama þó Orlando væri nakinn. „Henni finnst Orlando vera kynþokkafyllsti maðurinn sem hún hefur verið með og sá sjálfsöruggasti líka. Hann er ekki bara öruggur með líkama sinn heldur sjálfan sig yfir höfuð,“ segir heimildarmaðurinn líka.

 

 

SHARE