Ítalskir foreldrar kæra lækna fyrir að hafa mistekist að eyða fóstri fyrir 14 árum og krefjast himinhárra skaðabóta . Þau segja að 14 ára dóttir þeirra Elisa, hafi ekki átt að fæðast og að áfallið við að eignast barn hafi valdið þeim verulegum andlegum skaða.
Nú krefja þau ítalska ríkið um 144 milljónir í skaðabætur fyrir þann skaða sem sjúkrahúsið olli þeim. Aurora, móðir stúlkunnar var komin yfir fertugt og taldi ekki æskilegt að hún væri ófrísk – vegna aldurs, fjárhagsaðstöðu og þeirrar staðreyndar að þau áttu tvítugan uppkominn son. Aurora gekkst undir fóstureyðingu, aðeins til þess að uppgötva að sú aðgerð hafði ekki virkað eftir þann tíma sem fóstureyðing er talin ólögmæt.
Þau segjast elska dóttur sína en það hafi verið þeim svo mikið áfall að eignast hana að þeim finnst ekkert réttara en að sjúkrahúsið sjái um að sjá fyrir Elisu í framtíðinni. Hana langar til dæmis mjög mikið til að verða lögfræðingur eða sálfræðingur og geta foreldrar hennar ekki séð um að kosta skólagöngu hennar.
Giuseppe, faðir Elisu og móðir hennar Aurora. Aurora var 43 ára þegar hún varð ófrísk af Elisu og segir hún áfallið hafa valdið þeim hjónum skelfilegum skaða.
Þar sem sjúkrahúsið gerði mistök, finnst þeim ekkert sjálfsagðara en að þeim hjónum séu greiddar háar skaðabætur, svo dóttir þeirra geti orðið lögfræðingur eða sálfræðingur.
Elisa ásamt bróður sínum Marco, sem er tuttugu árum eldri en hún.
Elisa ásamt föður sínum: Hún segir að hún hafi alltaf verið elskuð af foreldum sínum en þó styðji hún þau í þessum málaferlum.
Sjá einnig:Reyndi allt til þess að fá konu sína til að fara í fóstureyðingu
Sjá einnig: Þunguð kona hraunar yfir mótmælendur fóstureyðinga
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.