Föst svitalykt í peysum, bolum og skyrtum – Það er til ráð við því!

Það kannast flestir við að eiga peysu, bol eða skyrtu sem er í fullkomnu lagi og ekkert slitin en eina vandamálið er að það er föst svitalykt undir höndunum í flíkinni. Það getur oft orðið til þess að fólk hendir flíkinni því það er varla hægt að ganga í henni.

Við fórum að grennslast fyrir á netinu og það sem sagt er að virki er aðallega edik og matarsódi.

  • Eitt ráðið var að setja einn bolla af ediki með í þvottavélina
  • Annað ráð var að blanda til helminga vatn og edik og sprauta á „handakrikann“ á flíkinni. Leyfa því að liggja í, í um það bil klukkustund og þvo svo í vélinni eins og vanalega.
  • Þriðja ráðið var að setja hálfan bolla af matarsóda í hólfið með sápunni
  • Fjórða ráðið var svo að blanda saman matarsóda og ediki og setja í sápuhólfið

Nú er um að gera að prófa þetta og sjá hvort lyktin fari ekki úr flíkunum!

 

SHARE