Fótboltakappinn David Beckham er enn sjóðheitur

Fjölskyldumaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham eyddi síðastliðnum miðvikudegi með dóttur sinni Harper og syni sínum Cruz á ströndinni í Mailbu í Kaliforníu.

Þrátt fyrir að kappinn hafi lagt fótboltaskóna á hilluna er hann hvergi nærri hættur að halda sér í formi og má segja að hann verði einungis kynþokkafyllri með árunum sem líða. Hinn 39 gamli David heldur sér í formi með því að stunda líkamsrækt í einni af mörgum stöðvum líkamsræktarinnar SoulCycle en þar kynntist einmitt elsti sonur hans Brooklyn Beckham núverandi kærustu sinni Chloë Moretz.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi fjalla mikið um David og fjölskyldu hans en það þykir gera mikið fyrir glæsileika hans og kynþokka hvað hann er góður faðir. Iðulega eru birtar greinar um daglegt amstur fótboltakappans og þykir það allt jafnt fréttnæmt jafnvel þó kappinn sé einungis að fara með fjölskylduhundinn í snyrtingu.

beckham-1-600x822

david-beckham-beach-AG041858_03-419x630

akb46994_828395

SHARE