Frábært húsráð við þrif á sturtum og böðum

Móðir nokkur hefur deilt frábæru ráði á netinu. Þetta er með þeim betri sem við höfum séð lengi. Ráðið er mjög einfalt. Þú setur eitt uppþvottavélasápuhylki (nýyrði?) inn í töfrasvamp og nuddar því á glerið í sturtunni eða baðinu. Glerið verður betra en nokkurntímann áður!  

Það eina sem þú þarft að gera er að klippa lítið gat á svampinn og setja sápuhylkið í gatið. Svo auðvitað bleytirðu svampinn og nuddar á glerið. Einfalt og kemur rosalega vel út.

SHARE