Frábært útsýni og heitur pottur í garðinum

Ef þig langar í hús með frábæru útsýni til Keilis, Bessastaða og Snæfellsjökuls er þetta húsið fyrir þig. Arkitektinn Hákon Hertervig lét byggja húsið fyrir sig og sína fjölskyldu árið 1963.

d3bda67beb7c44380a023c8159d69c75082850f4

Komið er inn í forstofu með gestasalerni og einnig er rúmgott forstofuherbergi með fataherbergi innaf. Eldhús er með eikarinnréttingu og borðkrók og inn af eldhúsinu er þvottahús. Úr þvottahúsinu er gengið út í afgirtan garð.

Sjá einnig: Hús í Kópavogi með spa

Borðstofan er opin og tengist stofu og er eikarparket á gólfum sem er einstaklega hlýlegt.

Á miðhæð hússins eru 4 herbergi en 1 herbergi er á jarðhæð og því eru 5 herbergi í húsinu. Í hjónaherbergi er fataherbergi með góðum glugga. Síðan eru 2 barnaherbergi.

ce18ad4daea6b2f5ce6053c77530e69658a2558e

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturtubaðkar, eikarinnrétting og handklæðaofn.

Sjá einnig: Hús á rótgrónum stað í Kópavogi

7c9f70c9d7d52796cd30e976dbc242455788bd9d

 

Stór stofa er í húsinu með arin, stórum og fallegum gluggum og miklu útsýni. Stórar svalir vísa í suður og heitur pottur með frábæru útsýni.

Sjáðu allar myndir hér:

Upplýsingar veita Þóra Birgisdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 777 2882, thora@fastborg.is & Jóhanna Sigurðardóttir sölumaður í síma 662 1166, johanna@fastborg.is

SHARE