Framandi og freistandi fyrir þig

Nýlega komu í sölu ný vín frá Jumilla héraðinu á Spáni sem hafa vakið ansi mikla eftirtekt, ekki síst fyrir útlit flöskumiðanna. Jumilla hérað er ekki langt frá Alicante og Torrevieja, sem eru svæði sem Íslendingum eru vel kunn, og þessi vín eru gerð úr Monastrell þrúgunni sem er nokkuð vinsæl á þessu svæði. Þessi þrúga er þekkt undir nafninu Mourvédre í Frakklandi og notuð í Rónar héraðinu.

Eins og áður sagði eru miðarnir afar skrautlegir, allt að því listaverk og sem betur fer er innihaldið ekki síðra. Þessi 2 vín hafa fengið ágæta dóma hér á landi m.a. frá Þorra Hrings svo og í Gestgjafanum.

Crazygrapesstór[280]

Eins og áður sagði eingöngu gert úr Monastrell þrúgunni og er geymt í stuttan tíma á amerískri eik eða í 3 mánuði. Ilmurinn af víninu er af rauðum berjum, fjólum og lakkrís. Bragðið er ríkt af ávöxtum, plómum, sólberjum, krækiberjum og örlitlum negul. Einnig er smá keimur af karamellu í víninu líka.

Vínið hentar vel með alls kyns bragðmiklum pottréttum sem ættu að vera vinsælir þessa dagana og auðvita með grilluðu kjöti ef einhverjir eru byrjaðir að grilla !

Vínið fékk 3 ½ stjörnu hjá Þorra Hrings og 3 stjörnur í Gestgjafanum.
Timewaits stór[281]

Monastrell þrúgan er allsráðandi í þessu víni líka. Þetta vín er geymt á amerískri eik í 6 mánuði og maður finnur örlítinn keim af eikinni. Þarna má finna angan af svörtum berjum, sólberjum, brómberjum og kirsuberjum. Þétt og dökkt vín þar sem maður finnur bragð af plómum, lakkrís og hinum ýmsu kryddum.  Hentar eins og hitt vínið vel með bragðmiklum kjötréttum og grilluðu kjöti. Það styttist í grilltímabilið
Vínið fékk 3 stjörnur hjá Þorra og 4 stjörnur hjá Gestgjafanum.

 

Nú ætlum við að að leyfa ykkur að smakka á þessum frábæru vínum og gefa tveimur heppnum einstaklingum sitthvora flöskuna af þessum dýrðarveigum.

Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „já takk ég elska rauðvín!“ og

Við drögum út á mánudaginn um hádegi.

SHARE