Freknótt andlit svakalega flott

Sumir eru ánægðir með freknurnar sínar aðrir hata þær! Ég er algjört freknufés sjálf og ég kann að meta þær. Stundum þegar ég hef verið í mikilli sól finnst mér svolítið eins og ég sé skítug í framan en ég er samt bara ánægð með freknurnar mínar.

Sjá einnig: Hefur þig alltaf langað í freknur?

 

Breski ljósmyndarinn Brock Elbank hefur gert þessa myndaseríu sem hann kallar einfaldlega #Freckles.

Brock segist hafa fengið hugmyndina að ljósmyndaseríunni þegar hann hitti son vinar síns á fótboltaleik. Sonurinn var með freknur um allt andlit, ólíkar öllum freknum sem Brock hafði áður séð.

 

Brock hefur nú þegar myndað um 100 manns með freknur.

 

 

 

 

 

 

SHARE