FYNDIÐ: Undrandi konur sjá eiginmenn sína skegglausa í FYRSTA SINN

Fimm hugrakkir karlmenn. Fimm undrandi eiginkonur. Rakvél. Og upptökuvél. Hvað getur farið úrskeiðis?

Í myndbandinu hér að ofan má sjá illkvittna ritsjtórn Cosmopolitan stilla upp aðstæðunum sem lýst er hér að ofan – fimm hugrakkir karlar undirgengust þá þrekraun að raka af sér skeggið, sem þeir allir höfðu státað af til fjölda ára – og litu svo framan í unnustur og eiginkonur. Sum pörin hafa verið saman í mörg ár og einhverjir þeirra hafa aldrei rakað allt skeggið af síðan þeir kynntust eiginkonum sínum.

Sjá einnig: Íslenskir sjóðheitir skeggjaðir menn

Þetta er eiginlega alltof fyndið, jafnvel þó myndbandið sé einfalt – því skeggjaðir karlar og eiginkonur þeirra ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að skilja hversu skrýtið það er að búa við skegg einn daginn og skeggleysi þann næsta. Ef svo má að orði komast!

Sjá einnig: LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku

Búið ykkur undir táraflóð – þetta er alltof fyndið!

SHARE