Súkkulaðihúðaðir rassakossar. Orðin ein hljóta að vekja ýmist unað, óhug og jafnvel undrun? Það ætlum við rétt að vona; því er ekki úr vegi að kynna eina frumlegustu hugmynd að gjöf sem elskendur geta valið hvorum öðrum til handa.

Afsteypu af endaþarmi; úr súkkulaði, já – sem tekur á sig sama form og kúkur þegar hita sækir að. Þetta er ekkert grín, síður en svo, en súkkulaðirassarnir eins og við hér á ritstjórn kjósum að kalla þá – eru tilvaldir að gjöf handa karlmanninum sem á allt, þarfnast einskis í raun en elskar rassagælur.

edible-anus

Sennilega er orðið of seint að festa kaup á súkkulaðirössunum fyrir Valentínusardag, sem er rétt handan við hornið (nema ef vera skyldi að einhver kasti í DHL sendingu) – en rétt er hins vegar að benda á að endaþarmsmolarnir geta einnig þjónað sem handhæg tækifærisgjöf og það allt árið um kring.

edible-anus (1)

Það er lúxusfyrirtækið Edible Anus sem stendur að baki framleiðslunni og eru molarnir mótaðir úr belgísku súkkulaði af bestu gerð. Tíu molar í pakka kosta litlar 8.200 íslenskar krónur og hefur sendingarkostnaður þá ekki verið tekinn inn í verðið – en fyrir litlar 650 krónur til viðbótar má kaupa einangrandi umbúðir sem halda jafnvægi á hitastiginu meðan á flutningi stendur.

insulated-shipping-box

Gjafafyrirtækið býður einnig upp á bronsafsteypur af endaþörmum, kúkakort með sjálfum jólasveininum og dónalega þvottapoka. Allt er til og ekkert er forkólfum Edible Anus heilagt.

Undirrituð sér reyndar enga ástæðu til að festa kaup á súkkulaðirössum en gerir ráð fyrir því að aðdáendur endaþarmsmaka og bossagælna gleðjist að sama skapi.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum – vefsíðu Edible Anus má nálgast HÊR

Tengdar greinar:

Af hverju er maðurinn þinn svona mikið fyrir „bakdyrnar“?

18 stórfurðulegar staðreyndir tengdar kynlífi

Það sem Samantha Jones kenndi okkur um lífið

SHARE