Fyrir og eftir neyslu

1. 6 ár edrú  before-after-drug-addiction-42-585ceaec87008__605

„Ég var mikill fíkill í 5 ár, þangað til árið 2009. Þá var ég tekinn fyrir að aka undir áhrifum og það endaði með því að vera seinasta kvöldið sem ég notaði ópíum. Ég fann þessa mynd sem var tekin þegar ég var handtekinn og setti þessa mynd við hliðina, þar sem ég hef verið edrú í 6 ár. Ég hafði ekki hugmynd um að ég liti svona illa út, á þessum tíma. Það var erfitt að komast í gegnum fráhvörfin … ég var fyrstu vikuna í fangelsi en svo fór ég til mömmu og var þar í fósturstellingunni. Það tók mánuð að komast í gegnum þetta.“

2. 1 ár edrú

before-after-drug-addiction-102-5862649939ffc__605

„Það segja manni allir frá því hvað fíkniefni eru slæm en það sem er verst er að það segir þér enginn að þú munir elska fíkniefnin. Þú munt elska þau svo mikið að þú munt gabba í þér heilann til að hugsa: „Oh þetta er svo gott, þetta getur ekki verið svo mikið mál“. Ég hélt þetta væri gott fyrir mig því ég gat einbeitt mér í skólanum. Ég gerði mjög slæma hluti. Hluti sem ég hefði aldrei trúað að ég gæti gert og þetta versnaði alltaf og versnaði. Fjölskyldan mín þekkti mig varla lengur. Núna líður mér ekki lengur eins og ég þurfi að komast út til að gera eitthvað eða að vera einhver sem ég er ekki. Ég get bara einbeitt mér að því að vera ég.“

3. Ekki bara edrú frá lyfjum

before-after-drug-addiction-103-58626e4012ce8__605

 

Hann varð ekki bara edrú frá því að misnota lyf heldur hætti hann að vera háður mat og óhollustu.

4. Edrú í 5 mánuði frá kókaíni, alsælu og heróíni

before-after-drug-addiction-43-585cf0e12bfe8__605

„Ég er 25 ára í dag en byrjaði í neyslu 18-19 ára. Síðan þá hef ég verið inn og út úr meðferðum, en ég fór alltaf í meðferð þegar ég var búinn að eyðileggja samband mitt við fjölskylduna og þurfti að halda þeim góðum.
Ég veit að 5 mánuðir er ekki langur tími en þessir mánuðir hafa verið æðislegir. Ég hef aldrei náð svona löngum tíma edrú. Svo þetta er æðislegt.“

5. Edrú í 5 ár

before-after-drug-addiction-101-586236eea21c7__605

 

Jeanette var handtekin fyrir að stela til að fjármagna neyslu sína. Hún var með 174 kærur á bakinu. Hún slapp við að fara í fangelsi með því að segjast ætla að verða edrú. Þessi tveggja barna móðir fór í 8 vikna meðferð og hefur verið edrú í 5 ár.

6. Edrú í 106 daga

before-after-drug-addiction-25-585be957ee970__605

 

 

7. Eitt ár edrú

 

before-after-drug-addiction-4-585b9e7c69fa2__605

 

„Ég ætlaði að fara að svipta mig lífi því ég hafði fengið nóg af þessum lífstíl. Ég var alltaf í vímu, var heimilislaus og átti ekki í nein hús að venda og var mjög óhamingjusamur. Núna á ég alvöru vini og er í góðu sambandi við fjölskylduna. Ég er að fá allt aftur. Ég er að standa mig í lífinu. Ég er að standa mig sem vinur, bróðir og sonur.“

8. Edrú í 9 mánuði

before-after-drug-addiction-3-585b9d1a97949__605

 

„Ég var háður methamfetamíni og heróíni. Ég hafði verið í vímu í 7 ár og hafði sprautað mig í 4 ár. Ég var í glæpagengi. Það trúa ekki allir á guð en ég geri það í dag. Hann hefur gert svo mikið fyrir mig.“

9. Átta mánuðir edrú

before-after-drug-addiction-89-5862685262d23__605

 

„8 dásamlegir mánuðir edrú. Það lengsta sem ég hef náð… og ég var ekki neydd til að taka þessa ákvörðun. Ég vildi vera edrú í þetta skipti.“

 

Heimildir: Bored Panda

 

SHARE