Fyrsta konan í „plús stærð“ í Miss Universe

Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í 72. sinn þann 18. nóvember síðastliðinn, í El Salvador. Keppnin kemst hinsvegar örugglega í sögubækurnar þar sem ein kona vann alla áhorfendur á sitt band.

Hin 22 ára gamla Jane Dipika Garrett var fyrsta konan í „plús stærð“ til að taka þátt í fegurðarsamkeppninni. Hún vann titilinn Ungfrú Nepal fyrr á þessu ári og tók því þátt í Miss Universe. Jane sagði: „Ég er kona með línur og fell ekki undir venjuleg fegurðarviðmið og þess vegna er ég hér fyrir hönd allra kvenna.“

Jane sagði frá því að hún hafi verið að eiga við allskonar heilsubresti í gegnum tíðina, eins og PCOS sem leiddi til þunglyndis.

Hún segir að hún hafi verið með lágt sjálfsmat og neikvæða líkamsímynd en segir að hún hafi aldrei verið ánægðari með sig en hún er í dag.

Jane var ekki sú eina sem kemst í sögubækurnar eftir þessa keppni en fyrsta konan frá Pakistan tók þátt í keppninni í ár.

Erica Robins er 24 ára kona frá Pakistan. Hún kom ekki fram á sundfötum heldur var hún í þessari fallegu flík yfir. Það voru margir landar hennar á móti því að hún tæki þátt í keppninni og höfðu meira að segja pólitíkusar tjáð sig um að þetta væri ekki hún væri að verða þeim til skammar. Forsætisráðherra Pakistan lét meira að segja setja í gang lögreglurannsókn vegna málsins. Erica lét það ekki stoppa sig og mætti til keppninnar.

Þetta er alls ekki búið. Ungfrú Kólumbía, Camila Avella var fyrsta gifta móðirin til að taka þátt í Miss Universe.

Fyrsta transkonan til að taka þátt fyrir hönd Portúgal, Marina Marchete, var líka í keppninni.

Og fyrsta transkonan til að taka þátt í Miss Universe fyrir Holland, Rikkie Valerie Kollé, tók þátt í ár.

Sú sem bar sigur úr býtum var svo Ungfrú Nicaragua, Sheynnis Palacios.

SHARE