19 ára strákur gaf ókunnugum manni að borða í Reykjavík

Hann Jón Bjarni Jónuson er greinilega engum líkur. Hann gaf manni sem hann sá að þurfti á því að halda, að borða. Við spurðum hann hvernig honum hafi dottið þetta í hug og hann svaraði einfaldlega: „Mér finnst að þetta ætti að vera sjálfsagt fyrir þá sem geta!“

Þetta skrifaði Jón Bjarni á Facebook síðu sína:

Fann þennan liggjandi niðrí bæ og ákvað að rölta með honum og gefa honum að borða & drekka. Hann grét úr gleði og við töluðum þangað til ég var búinn að fylgja honum heim. Það eru nú að koma jól og mér finnst að allir ættu að eiga njóta þeirra sama hvar í samfélaginu þeir eru staddir!

1526632_664531476930443_478461078_n copy

SHARE