Gáfu ófrískri konu rafstuð – Hún tilkynnti bílslys – Myndband

Hin 29 ára gamla Lucinda White er komin 8 mánuði á leið og var ásamt kærasta sínum hjá Best Buy í Springfield þegar karlmaður ók bíl sínum á bílinn þeirra á bílastæðinu. Lögreglan var kölluð til og þegar þá bar að segir Lucinda að þeir hafi sagt sér að leggjast niður á grúfu á jörðina. Hún var að fara að útskýra að hún gæti ekki lagst á magann á götuna því hún væri ólétt, þegar lögreglumaðurinn gaf henni raflost.

Hér er myndband af þessum atburði:

Lögreglan vildi lítið tjá sig um málið og sögðu þeir að Lucinda og maðurinn hennar hafi ekki verið að hlýða skipunum þeirra en þau voru bæði látin fá rafstuð og sett í fangelsi en sleppt að yfirheyrslum loknum.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here