Gagnrýndur fyrir að vera með konu sem er eins og dóttir hans í útliti

Chris (44) og Savanna (28) eru hamingjusamlega gift og eiga 3 börn saman. En mörgum hefur þótt tilefni til að setja út á samband þeirra, ekki bara vegna aldursmunsins sem er á þeim heldur líka vegna þess að Savanna þykir mjög lík dóttur Chris úr fyrra hjónabandi.

Chris og Savanna kynntust þegar Savanna byrjaði að vinna sem hársnyrtir á snyrtistofu í eigu Chris. Þau voru hvorugt á leið í samband en Savanna var nýhætt í sambandi og Chris nýbúinn að sækja um skilnað frá fyrri eiginkonu hans. Aðdráttaraflinu á milli þeirra var ekki hægt að neita og því meira sem þau voru saman því sannfærðari voru þau um að þau væri sköpuð fyrir hvort annað.

Til að byrja með héldu þau sambandinu fyrir sig en þau höfðu áhyggjur af því að vera dæmd vegna þess hve mikill aldursmunur var á þeim. Þau höfðu mestu áhyggjur af elstu dóttur Chris, Tizzi, en hún var að vinna á snyrtistofunni með þeim.

Þegar þau sögðu loks frá sambandinu fengu þau ekki jákvæð viðbrögð frá starfsmönnum stofunnar og fréttirnar komu Tizzi mikið á óvart. Ástin sigraði þó og þau gengu í hjónaband. Tizzi tók sambandið í sátt og segir Savanna að þær séu bestu vinkonur í dag.

Hjónin eiga í dag þrjú börn saman, auk þess sem Chris átti þrjú börn fyrir.

Þau hafa fengið allskyns gagnrýni á samband þeirra en Savanna og Tizzi eru oft á samfélagsmiðlum og segja frá fjölskyldunni þeirra.

Margir hafa haft orð á því að þær Tizzi og Savanna séu sláandi líkar og það sé eiginlega það óhuggulegasta af öllu. Þau gefa ekki mikið út á það og taka neikvæðnina of persónulega. Þau eru einstaklega jákvæð og segja að fólk sé farið að verða jákvæðara og tali meira um hversu frábært það sé hversu náin þau eru öll.

SHARE