Gal Gadot fagnaði afmæli sínu með eiginmanni sínum til 15 ára

Gal Gadot sem margir þekkja vegna hlutverks hennar sem Wonder Woman átti 38 ára afmæli þann 30. apríl síðastliðinn. Hún fagnaði deginum með sínum heittelskaða eiginmanni, Jason Varsano, en þau hafa verið gift síðan 2008.

Gal deildi nokkrum myndum með sínum 100 milljón fylgjendum á Instagram og má þar sjá hana og Jason hlæja saman og skemmta sér vel.

© gal_gadot / Instagram

© gal_gadot / Instagram

Afmælinu virðist hafa verið fagnað í New York og má sjá nokkrar vini líka á myndunum.

Gal skrifaði fyrir neðan myndirnar „Svo þakklát…. takk fyrir alla ástina á þessum degi mínum. Ég óska ykkur öllum hamingju, góðrar heilsu og mikið af ást“.

Gal og eiginmaður hennar kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir 17 árum síðan. Þau voru boðin í eitthvað sem að þeirra sögn var „stórfurðulegt partý“ og sagði Gal í viðtali: „Við vorum ekki alveg að finna okkur þarna, en við fundum hvort annað“.

Þegar Gal var svo spurð hvort að henni hefði liðið eins og hann væri „sá eini rétti“, sagði hún að hún hafi fundið það en verið of ung til að meðtaka það fyllilega. „Hann meðtók það strax! Hann er líka 10 árum eldri en ég.“

Á öðru stefnumóti þeirra sagði Jason henni að honum væri alvara með samband þeirra og hann myndi ekki bíða í meira en tvö ár með að biðja hennar. Hann stóð við það og bað hennar 2 árum seinna.

Gal og Jason eiga saman þrjár dætur sem heita Alma, Maya og Daniella og fer Gal fögrum orðum um mann sinn sem föður: „Þú gefur dætrum okkar svo gott fordæmi fyrir því hvernig karlmaður á haga sér og gefur þeim endalausa ást og þolinmæði.“


SHARE