Gamalli konu misþyrmt af heimahjúkrunarkonu

Fjölskylda 94 ára gamallar konu með elliglöp ákvað að setja upp eftirlitsmyndavél á heimili gömlu konunnar eftir að þau fóru að taka eftir marblettum á líkama konunnar. Þeim brá heldur betur í brún þegar þau sáu framkomu hinnar 59 ára gamlu Brendu Floyd gagnvart gömlu konunni en sú fyrrnefnda vann við heimahjúkrun á vegum fjölskyldunnar. Brenda hafði unnið hjá þeim í nokkurn tíma og höfðu þau, auk þess að vera vinnuveitendur hennar, hjálpað henni á ýmsan hátt meðal annars með að kaupa bíl. Gamla konan var að gefa hundinum sínum mannamat og fauk þá svona svakalega í Brendu að hún byrjar að misþyrma henni.

Sjá einnig: Falin myndavél flettir ofan af útsmognu samsæri smábarna!

Myndbandið sem náðist af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en við vörum við vörum við því að það er alls ekki fyrir viðkvæma:

Eftir að mál þetta kom upp fór Brenda Floyd, sem lýst er sem hvítri konu með svart hár og brún augu, í felur en búið er að gefa út handtökuskipun á hana og leitað er að henni dag og nótt.

1485363943943

SHARE