Geðveik jól haldin þriðja árið í röð

Verkefnið Geðveik jól er nú haldið þriðja árið í röð.
Verkefnið felst í því að starfsfólk fyrirtækja taka áskorun um að framleiða jólalag og myndband því til stuðnings, sem keppir um titilinn “GEÐVEIKASTA JÓLALAGIД og safnar áheitum til góðra málefna á sama tíma. Fyrstu tvö árin rann söfnunarféð til Geðhjálpar, en árið 2013 var ákveðið að GEÐVEIK JÓL myndi styðja við fleiri góð málefni sem þyrftu á fjárstuðningi að halda.

Í ár deilist ágóði söfnunarinnar jafnt niður á þrjú málefni: Hugarafl, Hlutverkasetur og Vin

Landsmönnum gefst kostur á að heita á sitt uppáhalds jólalag og styðja góð málefni á sama tíma. Fyrirtækið sem safnar mest, hreppir titilinn og fær afhenta Jólabjölluna.

Fyrirtækin 12 sem keppa í ár eru: BYKO, Gló, Kaffitár, Landsbankinn, Lyfjavera, Mannvit, Mjólkursamsalan, N1, Síminn, Veritas, VÍS og Öryggismiðstöðin.

Framlag N1 heitir Enn ein geðveik jól. Lagið er eftir Ólaf Má Svavarsson og textinn er eftir Eggert Benedikt Guðmundsson, sem auk þess að vera poppstjarna sinnir starfi forstjóra N1.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”49Ab8-29paQ”]

Hljómsveitin Heavy Metan flytur lagið og hana skipa meðal annarra þeir Ólafur og Eggert.
Söngur og hljómborð: Ólafur Már Svavarsson
Solo gítar I: Eggert Benedikt Guðmundsson
Solo gítar II: Björn Björnsson
Rythma gítar: Árni Guðmundsson
Bassi: Bryngeir Torfason
Trommur: Gísli Elíasson

ImageHandler (1) ImageHandler (2) ImageHandler (3)

 

 

SHARE