Geggjaðar Chewy toffee cupkakes – Uppskrift

Þessar möffins (chewy toffee cupcakes), eru í miklu uppáhaldi og þær eru gerðar með
expressó buttercream frosting ofaná.
Við fengum uppskriftina hjá mömmur og möffins en síðu þeirra má finna hér og má finna dásamlegar uppskriftir, í kremin má setja matarlit og væri einstaklega lekkert að gera gult og baka fyrir páskana!
Nú eða í fermingarnar.

Uppskrift :
100 gr. smjör (lint)
150 gr. sykur
1 tsk. vanillusykur
2 egg
2.5 dl. hveiti
1 tsk. lyftiduft blandað saman við hveitið.
2.5 dl. rjómi
15 stk. t.d. fíla-karmellur
75 gr. suðusúkkulaði

Aðferð :
best að byrja á að hita rjómann í potti að suðu, og setja þá karmellur og súkkulaði útí
og hræra vel í svo þetta bráðni vel saman, slökkva undir og kæla aðeins.

Hræra smjör, sykur og vanillusykur vel saman í vél,
bæta svo eggjunum í, einu í einu, og hræra vel á milli,
blanda svo hveitinu með lyftiduftinu saman við og hræra, (en ekki of lengi samt… )

Hella þá rjóma/karmellu/súkkulaði blöndunni hægt saman við og hræra á meðan ( í vél 😉

Setja þetta svo í möffins form (ég notaði ausu því þetta er frekar þunnt deig) og ekki fylla formin alveg, (ca 2/3)
og það fást ca 24 stk. úr einni uppskrift.
Baka í ofni í ca. 15-20 mín á 175°C kæla alveg t.d. á rist.

Expressó buttercream frosting
uppskrift :
4 dl. flórsykur
230 gr. smjör (lint)
2 mtsk. expressókaffi (ég setti meira, um að gera að smakka til )
2 tsk. vanilludropar

Aðferð:
þeyta fyrst 2 dl. af flórsykri og smjörið saman og bæta svo 2 dl. af flórsykri smá saman útí,
svo er kaffið og vanilludropum bætt útí, og kremið hrært vel saman í vél, á að vera frekar létt og flöffí 😉

Ég setti kremið í poka og sprautaði á kökurnar, og svo er gott að mylja t.d. súkkulaði húðaðar kaffibaunir og setja ofaná…

bon appetit 😀

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here