Geggjaðar risarækjur í rauðu karrýi með eggjanúðlum

Ég hélt áfram að prófa mig áfram með Blue Dragon vörurnar og bauð í austurlenska stemmingu heima. Það var látið vaða í tvær uppskriftir, risarækjur í rauðu karrýi með eggjanúðlum og kjúkling í grænu karrýi. Fyrirfram þá hafði ég veðjað á græna karrýið hefði vinninginn en risarækjurnar slógu algjörlega í gegn “ég er ekki mikil rækjumenneskja” sögðu sumir gestir feimnir við að smakka en heilluðust algjörlega. Ég mæli eindregið með að þú prófir þessa uppskrift.

Thai Red Curry Stir Fry 

Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir fjóra

Hráefni:

300 gr. ferskt brokkoli
1 stk rauðlaukur
1 stk rauð paprika
1 msk Blue Dragon Red Curry Paste jafnvel meira.
1 dós 400 ml. deSIAM Coconut cream
1 tsk púðursykur
1 tsk Blue Dragon Thai Fish Sauce
5 kökur af Blue Dragon eggjanúðlum
500 gr risarækjur frá Sælkerafisk – 2 pokar.

Ólívuolíu – Filippo Berio

Lime ávöxtur

 

Undirbúningur

Affþýðum rækjurnar, ef við þyrfum að þýða þær snöggt þá leggjum við pokana í volgt vatn, ekki of heitt. Þegar risarækjurnar eru þiðnar þá fara þær í snyrtingu hjá okkur, kippum halanum af og gerum þær sætar.

Náið upp suðu í potti með smá salti og örlítilli olíu. Setjið núðlurnar út í sjóðandi vatnið og sjóðið í 2 til 3 mínútur. Hellið vatninu af, skolið snöggt undir köldu vatni þá stoppum við suðuna á núðlunum, við viljum ekki ofsjóða þær. Saxið grænmetið á meðan suðan er að koma upp og hendið núðlunum út í sjóðandi vatnið á milli atriða í saxinu.

Skerum brokkólí í netta bita. Skerum paprikuna í strimla og rauðlaukinn í þunna báta/langsum til að fá lengjur.

Hitum ólívuolíu á Wok pönnu, það er eitthvað við elda á Wok pönnu en það er hægt að nota stóra djúpa pönnu. Steikjum rækjurnar snöggt í 2 mínutur og tökum af pönnunni. Hendum grænmetinu á pönnuna í 3 mínútur, bætum smá vatni c.a. 2 matskeiðum á pönnuna og steikjum áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt. Færum grænmetið upp kantana á Wok pönnunni bætum aðeins af vatni í viðbót og setjum 1 msk Red Curry paste út í og hrærum saman. Bætið púðursykri út í. Bætum næst Coconut Cream og Thai Fish souce út í. Látum þetta malla og hrærum í af tilfinningu.

IMG_0873

Bætum núðlunum næst núðlunum út í þessa ilmandi sósu nema að þið viljið styrkja hana með að bæta meira af Red Curry Paste til að fá meiri loga í bragðið. Ef sósan er klár og núðlurnar komnar út í þá setjum við risarækjurnar út í og hrærum mjög létt saman.

Berum þetta fram í stórri skál kreistum smá lime yfir og skreytum með lime sneiðum eða bátum.IMG_0885

Áður en ég segi gjörið svo vel þá þurfum við að huga að því hvað við höfum að drekka. Ég er meira fyrir rauðvín og auðvelt að velja kryddað en ekki of þungt rauðvín með þessum rétt, en ég ætla að veðja á hvítvín.

IMG_0897

Vertu með okkur í skemmtilegum leik þar sem þú getur unnið veglega gjafakörfu frá Blue Dragon og gott vín við hæfi. Eina sem þú þarft að gera er að setja athugsemd hér fyrir neðan og þú ert með í pottinum. Alla þessa viku verðum við með tvær Blue Dragon uppskriftir á dag og því fleiri uppskriftir sem þú setur athugsemdir við því meiri líkur á að þú fáir glæsilega gjafakörfu.

SHARE