Geitungabú í rúminu hjá eldri konu

Maður nokkur, í Bretlandi, heimsótti móður sína og komst þá að því að gestaherbergið hennar var í notkun af þúsundum geitunga sem höfðu tekið herbergið yfir. Geitungarnir höfðu étið upp dýnuna og púðana í rúminu og búið til 90 cm breitt bú í rúminu.

 

Meindýraeyðirinn, John Birkett, sagði ABC frá því að geitungarnir hafi komið inn um lítinn glugga í herberginu og þær hafi verið þarna í um það bil 3 mánuði. „Þetta var eins og í hryllingsmynd“ segir John og bætir því við að þetta sé stærsta bú sem hann hefur séð og furðulegasta tilfelli sem hann hefur þurft að díla við á sínum 45 árum í bransanum.

 

Meindýraeyðirinn fór inn í herbergið, klæddur eins og geimfari og sagði að búið hafi verið mikil listasmíð en hann náði að bjarga teppinu á rúminu.

SHARE