Gerard Butler hunsar Hollywood og eldar mat fyrir skólabörn í Líberíu.

Gerard Butler hefur aldrei gleymt skoskum uppruna sínum og leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í 300 sýndi á sér viðkvæmari hliðina með því að gefa af sér fyrir jólin.

Gerard ferðaðist til Liberíu í Afríku í síðustu viku til að vinna sjálfboðaliði hjá samtökum sem sjá um daglegar máltíðir fyrir fleiri hundruð fátækra barna.

Í þessari 4 daga ferð aðstoðaði hinn 44 ára gamli leikari kokka við að elda og undirbúa máltíðir handa skólabörnum á vegum samtakanna Mary´s Meals.

 

article-0-1A3409AF00000578-507_634x539

Gerard var hrifinn af þessari reynslu og sagði hana hafa hvatt hann til að verða virkari í góðgerðarmálum, en auk þess að taka þátt í matseldinni aðstoðaði hann við stærðfræðikennslu eftir skóla, spilaði fótbolta við börnin og dansaði við þorpsbúa.

Gerard sem alinn er upp í bænum Paisley í Skotlandi lét menningarsjokkið við að kynnast einni af fátækari þjóðum heims ekki aftra sér frá því að verða einn af hópnum og sat meðal annars með börnunum á matmálstíma með nokkur þeirra sitjandi í kjöltu sér.

Gerard kynntist samtökunum fyrst árið 2010 þegar hann afhenti stofnanda þess og landa sínum Magnus MacFarlane-Barrow verðlaun og hefur stutt samtökin alla tíð síðan.

article-2527421-1A37346300000578-72_634x423

 

article-0-1A3409E500000578-691_634x434

 

MacFarlane-Barrow stofnaði samtökin Mary´s Meals í skúr í Dalmally, Argyll í Skotlandi, en þau hafa vaxið í að vera alþjóðleg samtök sem sjá um skólamáltíðir í fjölmörgum löndum þar sem hungur og fátækt koma í veg fyrir að börn geti sótt sér menntun. Þau senda jafnframt bakpoka með skóladóti víðsvegar um heim til að tryggja að börn sem hafa kost á menntun geti nýtt sér hana til fullnustu.

“Ég var búinn að kynnast Mary´s Meals en hafði ekki hugmynd um hvaða þýðingu samtökin höfðu fyrr en ég sá það með eigin augum hvað þau gera og þau áhrif sem þau hafa á líf svo margra barna”, sagði Gerard í viðtali við Press Association í Skotlandi.

article-0-1A3409C900000578-698_634x896

Eitt af þeim atriðum sem snertu við mér í þessari ferð er hversu mikið stolt fólks er og það sem að ég elska við Mary´s Meals er að samtökin viðhalda því stolti. Þau bjóða ekki upp á frítt prógramm þar sem að fólk bara tekur við, heldur snýst þetta um að virða og stuðla að lífi fólks, menningu þeirra og því sem þau eru fær um að gera”, segir Gerard.

#Ég hef séð mörg af þessum samfélögum verða meira virk og lifandi og það sem Mary´s Meals gerir er að þau hjálpa til við að skapa samfélagshugsun sem er miklu meira en bara mataraðstoðin.”

Mary´s Meals hefur starfað í Liberíu síðan 1994 og hefur hjálpað meira en 820 þúsund börnum víðsvegar um heim.

 

article-2527421-1A3734D300000578-356_634x590

 

Að sjá Gerard verða svo virkan í starfinu er mikill árangur fyrir MacFarlane-Barrow: “Mig langaði að fá Gerard til Liberíu af því að þörf á aðstoð er mjög mikil þar. Það eru svo mörg börn sem ekki sækja skóla í Líberíu, minna en helmingur þeirra er í skóla og næringarskortur er vandamál hjá yngstu börnunum. Þetta hafa verið frábærir dagar með Gerard. Hann hefur gott lag á börnum. Það er stórkostlegt að fylgjast með honum fara í skólastofurnar og fá börnin til að opna sig, hann nær strax til þeirra og þau mynda tengsl við hann. Hann hefur fært börnunum svo mikla gleði og ég vona að með skuldbindingu hans um að vekja meiri athygli á málstað okkar munum við ná til ennþá fleiri barna.”

“Þetta skilar sér til fjölskyldna þeirra og inn í samfélagið og gefur þeim von og verður munurinn á að barn segi “ég vil lifa af á morgun” og ” ég vil verða læknir”, segir Gerard ð lokum.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”IXMm81UTTBs”]

 

 

SHARE