Gerard Butler lenti í vandræðalegu atviki á Íslandi

Gerard Butler segist hafa lent í heldur vandræðalegu atviki þegar hann var hér á Íslandi við tökur myndar – nánar tiltekið á Höfn í Hornafirði, Hann sagði í viðtali á dögunum:

“Ég er náungi með athyglisbrest. Ég á til að gera allskonar vitleysu án þess að hugsa mig um, mætti t.d. í skotapilsi í brúðkaup systur minnar og beraði mig þar. Mamma reyndi að benda mér að glenna mig ekki en ég hélt hún væri að segja mér að leggja saman hendurnar til að biðja. Ég var bara í öðrum heimi og ekki að hugsa meðan 300 manns gláptu upp í einkasvæði mitt. ”

 Svo víkur sögunni að því vandræðalega

“En þetta er ekki það vandræðalegasta sem hefur hent mig. Ég hef lært margt af enn heimskulegri atvikum eins og t.d. þegar ég var að leika víking í mynd um Bjólf og Grendel árið 2005. Þá gerðist atvik sem þótti frekar fyndið Við vorum að taka upp á Höfn, litlum bæ á Íslandi.Veðrið var mjög slæmt, hávaðarok og rigning og mér var skítkalt. Ég var í öllum skotunum og varð að vera úti á ísnum eða í sjónum.

Við gistum í tíu herbergja hóteli í útjaðri þorpsins. Matsalur hótelsins virtist aldrei vera opinn en við vorum að taka upp frá því sex á morgnana til að minnsta kosti átta á kvöldin. Þegar ég kom á gististaðinn á kvöldin var ég orðinn glorhungraður.

Ég hugsaði með mér: Hér erum við að búa til kvikmynd og svona á þetta ekki að vera. En ég sætti mig við það. Nokkrum dögum seinna frétti ég að á hótelinu ætti að vera ráðstefna. Ég bjóst við að matsalurinn yrði þá loksins opinn. Við fengum ekki hádegismat þennan dag og ég var ekki búinn að fá mat í 9 tíma. Þegar tökum lauk um kvöldið hefði ég getað étið heilan hest.

Ég kom auga á konu sem stóð fyrir utan matsalinn og spurði hana hvort nokkur leið væri að fá mat keyptan. Mér væri alveg sama hvað það væri. Hún tjáði mér að búið væri að loka. „Bara eitthvað“, bað ég. „Leyfðu mér bara að fá eitthvað. Ég er alveg að farast“

Þá birtist prúðbúinn maður. Ég hleyp til hans og spyr hvort hann geti bjargað mér, útvegað mér eitthvað að borða þó ekki væri nema samaloku með skinku og osti.

Hann horfir undrandi á mig og segist ekki vinna hér og fer sína leið.

Þegar ég snéri mér við var þar framleiðandi myndarinnar, heldur óhress. Þarna hafði ég verið að biðja landbúnaðarráðherra landsins um skinku- og osta samloku.”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here