Gerðu sparnaðinn spennandi

Þið þurfið ekki að eyða miklum tíma með mér til að komast að ég elska að ferðast og ég er skipulögð. Þið þurfið kannski að eyða pínu meiri tíma með mér til að komast að því að ég vil eiga fyrir hlutunum áður en ég fer að versla. Hérna eru nokkur ráð til að spara fyrir utanlandsferðinni en hvernig væri að gera flottan sparibauk?

Þegar þessir rammar fóru á útsölu þá hreinlega varð ég að kaupa 2. Nei, ég drekk ekki rauðvín eða hvítvín, þannig að það síðasta sem ég myndi gera væri að hlaupa maraþon og að safna korktöppum en ég vissi að ég gæti breytt þessum ramma í eitthvað sem ég gæti notað.

Þetta var í raun ótrúlega auðvelt. Ég byrjaði á því að skrapa myndina (af vínglösunum og textanum) af glerinu. Ég notaði hníf til þess en passaði mig á því að skrapa ekki of fast þannig að það kæmu rákir í glerið. Svo átti ég þennan flotta pappír til að nota sem bakgrunn, bjó til stafi með sizzix big shot vélinni minni (hef ég sagt ykkur nýlega að ég elska hana?) og “skrifaði” svo lítill tími, svo margir staðir en þú getur skrifað hvað sem er og ef þú átt ekki sizzix big shot vél þá fást stafa-límmiðar alls staðar (þannig að þú getur ekki notað það sem afsökun).

Svo er bara að láta gjaldeyrinn detta niður gatið í staðinn fyrir korktappana og byrja að láta sig dreyma um næstu ferð.

 

 

SHARE