DIY – Kertalampi

Kertaljós er alltaf kósí og skapar réttu stemmninguna, sama hvort að þú ert bara ein/n heima, að undirbúa rómantíska kvöldstund með elskunni þinni eða partý með vinunum.

images

Kertalampi yfir vínglas er einföld, sniðug og flott hugmynd sem kostar lítið.

diy-wine-glass-candle-lamps1

 

Það sem þarf:

  • 22cm x 28 cm blað af vellumefni
  • skæri
  • mynsturskæri
  • mynsturheftara
  • lím, límbyssu
  • vínglas
  • sprittkerti

Fyrsta skrefið er að smella hér og sækja sniðið fyrir lampann, færa mynstrið yfir á vellumefnið og klippa út með skærum og mynsturskærum. Síðan má gata mynstur neðst á lampann. Límið saman. Setjið kertið í botninn á vínglasinu og lampann á toppinn. Einfalt og fallegt ekki satt?

Athugið að láta kerti aldrei loga eftirlitslaust!! 

diy-wine-glass-candle-lamps

SHARE