Geta bakteríur í meltingarveginum læknað fæðuofnæmi?

Tíðni fæðuofnæmis hefur aukist hratt undanfarin ár.  Astmi og ofnæmiskvef hefur hingað til verið algengasta vandamálið og hrjáir nú um 30-35% fólks einhvern hluta ævinnar.  Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að fæðuofnæmi, sér í lagi á meðal nýfæddra barna, fari ört vaxandi eða um 50% síðan 1997.  Fæðuofnæmi hrjáir  15 miljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal 1 af hverju 13 börnum.  Breytt mataræði og breyttur lífstíll núverandi kynslóða er talið eiga hlut að máli.

Í nýlegri rannsókn sem birt var í The Proceedings of the National Academy of Sciences er fjallað um ákveðna bakteríu tegund, Clostridium (1), sem er að finna í meltingarveginum okkar.  Þessi baktería getur verið hættuleg ef hún offjölgar sér (2) en hún virðist vera nauðsynleg upp að vissu marki til að koma í veg fyrir myndun fæðuofnæma.  Í raun má segja að Clostidia bakteríustofninn hafi varnandi áhrif á myndun fæðuofnæma með sinni sértæku verkun í meltingarveginum (3).  Þessi verkun á sér stað með vikjun ónæmisfrumna sem koma í veg fyrir að ónæmisvakinn komist út í blóðrásina.  Samkvæmt Dr. Nagler (4) eru Clostridia bakteríurnar í nánum samskiptum við slímhúð þarmanna og þar með einnig í nánum samskiptum við ónæmiskerfið okkar.  Þessar bakteríur viðhalda heilbrigðu yfirborði þarma og þar með sjá til þess að ekkert fari þar í gegn sem getur framkallað óæskileg viðbrögð eins og ofnæmi.

Þessar rannsóknir eiga enn langt í land með að varpa ljósi á allan sannleikann.  Vonast er til að þessar bakteríur verði fáanlegar til inntöku í náinni framtíð í formi góðra gerla eða probiotics (5).

Copyright @ Jörth 2008-2017

Birt með góðfúslegu leyfi Jörth

SHARE