Geymdi lokk af hári Pamela Anderson til að monta sig

Pamela Anderson stendur í leiðinlegum skilnaði þessa dagana. Hún mætti í réttarsal í gær til að fá varanlegt nálgunarbann á Rick Solomon en í dag er tímabundið nálgunarbann á hann.

Sjá einnig: Nýskilin Pamela Anderson mætir á frumsýningu með syni sínum

Tveir lífverðir fylgdu Pamela hvert skref en hún segist óttast um öryggi sitt. Hún gaf í skyn að kynlífið með Rick hafi ekki verið neitt sérstakt og hann hafi verið með henni af því hún er heimsfræg. Pamela segir að Rick hafi sent nektarmyndir af henni til bílstjórans hennar. Hún segir að Rick hafi geymt lokk af hári hennar og margar myndir af henni sem hann notar til að monta sig af því að hafa verið með henni.

SHARE