Geymdu eyrnalokkana þar sem þú sérð þá

Þið kannist við orðatiltækið “out of sight out of mind” eða “það sem er ekki í augnsýn gleymist”? Eða, það á sannarlega við eyrnalokka, eða a.m.k. mína lokka.

Ég er nokkuð viss um að afgreiðslufólkið í Fjölsmiðjunni (sem er nokkurskonar notað innbú – búð) tali um mig sem klikkuðu rammakonuna eða að þau haldi að ég búi í ótrúlega stóru húsi með fullt af veggjum sem ég er u.þ.b. að fylla upp af myndum í römmum. Jæja, hvorugt er rétt. Ég endurnýti bara mikið af römmum og í þetta skipti notaði ég líka netið utan af laukum, heftibyssu og smá borða. Ég fjarlægði bakið, glerið og festingarnar sem halda bakinu og glerinu á sinum stað, klippti netið til og heftaði það við rammann (passaði að strekkja vel á því). Svo heftaði ég borðann við rammann og …………. já, ekkert og vegna þess að ég var búin. Ef þú ætlar að gera þetta passaðu bara að ramminn sé nógu þykkur svo að heftin skjótist ekki í gegn og reyndu að hafa netið eins strekkt og þú getur.

 

SHARE